Conn kominn á Fljótsdalsheiðina en Fiachra í Lónið með millilendingu á Reyðarfirði
Undanfarin sumur hafa starfsmenn Náttúrustofu Austurlands aðstoðað við álftamerkingar í Jökuldalsheiði. Í ágúst voru senditæki hengd á tvær álftir þar og á eftirfarandi heimasíðu Super Whooper , má lesa allt um þessar merkingar. Einnig birtist þar nákvæm lýsing á ferðum álftanna tveggja þeirra Fiachra og Conn. Einnig eru ljósmyndir frá merkingunum og þegar senditækið var fest á bak Conn. Þá er hér ein spurning sem menn geta velt fyrir sér;
Af hverju eru það einungis karlfuglar sem fá þann heiður að bera senditækin?