Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Náttúrugripasafn opnar á nýjum stað

safno5.jpg Náttúrugripasafnið í Neskaupstað var opnað á nýjum stað á efstu hæð í Safnahúsinu í Neskaupstað á sjómannadaginn. Safnið var áður var til húsa í Sigmundarhúsi á Miðstræti 1.  Safnið er mjög glæsilegt en þar ber þó sérstaklega að nefna náttúrulega uppstillingu af dýrum í landslagi sem nær eftir endilöngu húsinu. Uppstillingin gefur safninu mikið líf en slíkt er vandasamt verk.

Það var listakonan og leikmyndahönnuðurinn Unnur Sveinsdóttir, barnabarn Petru steinasafnara á Stöðvarfirði, sem hefur í langan tíma unnið að þessu verki sem ber vott um mikla hæfileika hennar. Unnur sá einnig um aðrar uppstillingar og skipulagningu Náttúrgripasafnsins ásamt starfsmönnum Náttúrustofu þeim Erlín Emmu Jóhannsdóttur og Kristínu Ágústdóttur. Hönnun á merkingum og upplýsingartextum safnsins var unnin af Þórhildi Laufeyju Sigurðardóttur. Náttúrustofa Austurlands vill þakka öllum sem lögðu safninu lið við flutninginn og uppsetninguna á nýja staðnum bestu þakkir, og hvetur alla til þess að heimsækja þetta glæsilega safn.

Safnið er til húsa í Safnahúsinu ásamt málverkasafni Tryggva Ólafssonar og sjóminja og smiðjumunasafni Jósafats Hinrikssonar. Það er félag eldri borgara í Neskaupstað sem tekur á móti gestum í safninu og verður það opið í sumar daglega frá kl. 13:00 til 17:00. Aðgangseyrir er 400 kr. fyrir fullorðna og  200 kr. fyrir námsmenn en frítt er fyrir börn, eldri borgara (67+) og öryrka sem og félaga i ICOM og FÍSOS. 

safno1.jpg Helga Jónsdóttir Bæjarstjóri við formlega opnun Náttúrugripasafnsins.

 

 

 

safno3.jpg

 Listamaðurinn Unnur Sveinsdóttir við hluta landslagsins.

 

 

 

safno2.jpg Smá hluti af landslaginu.

 

 

 

safno4.jpgUngir Náttúrugripasafns gestir virða fyrir sér egg. 

 

 

 

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir