Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Reknir sjófuglar á Héraðssandi


thumb_6myndNáttúrustofa Austurlands kannaði fugladauða í kjölfar tilkynningar Arnars Þorleifssonar um sjórekna fugla á Héraðssandi í febrúar 2008.  Tilgangur skoðunar var þríþættur;  að meta hvort um óvenju mikinn fugladauða væri að ræða, hvort greina mætti dánarorsök og hvaða tegundir áttu í hlut.

Til að leita svara við þessu var litið til sambærilegra athugana af sama svæði frá árunum 2005 og 2006 í kjölfar umræðu þá af fugladauða víða um land.  Haft var samband við staðkunnuga og þeirra álit fengið um magn dauðra fugla.  Beitt var sömu aðferðum við mat á fjölda hræja eins og í fyrri athugunum; leitað að öllum hræum á afmörkuðu svæði í fjörunni.  Hræin voru flokkuð í þrjá flokka; nýleg hræ sem voru heilleg, eldri hræ sem voru hálfsokkin í sand og farin að rýrna og í ógreind hræ þar sem lítið var eftir nema bein og vængir og mis sokkin og frosin  í sandinn.  Engin hræ voru ný eða nýrekin eða fundust við flæðarmál í neinni athugun.  Hræin voru greind til tegunda og aldur álku og lunda ákvarðaður sem ungur fugl og eldri af útliti goggs.  Heillegustu fuglarnir  voru krufðir. 

Niðurstöðurnar voru í aðalatriðum þær sömu og í fyrri athugunum og heimildarmenn voru sama sinnis nema einn sem taldi óvenju mikið af dauðum fugli vera á Héraðssandi 2008.  Hræin voru ekki jafn dreifð um fjöruna heldur í þyrpingum sem bendir til að straumar í Héraðsflóa stýri reka meira á vissa staði en aðra sem setur vara á að reiknað sé upp á strandlengjuna og gefur háa dánartölu.  Hætt er við að fólk dragi ýktar ályktanir af slíkum reka.

Mest ber á sjóreknum fuglum á Héraðssandi frá áramótum fram á vor en yfir sumarið vottar lítið fyrir fuglshræum sem bendir til að þau hverfi fljótt í sandinn og að hungurdauði sé árstíðabundinn. Vetrarathuganir voru í febrúar öll árin auk athugana í maí, júlí og nóvember.

Malar- og grjótfjara við Breiðuvík (300 m löng) í Reyðarfirði var skoðuð lauslega 24. 2. 2005 (Hálfdán H. Helgason og Elínborg S. Pálsdóttir).  Hræ voru ekki krufin en ólíklegt verður að teljast að þar falli fuglar úr hungri enda svartfuglar rómaðir af veiðimönnum fyrir fitu í firðinum.  Þarna fundust 47 sjórekin hræ (1 haftyrðill, 1 silfurmáfur, 1 toppskarfur, 2 fýlar og 42 langvíur).

Náttúrustofan dregur þær ályktanir af fugladauðanum að um hefðbundin afföll sjófugla hafi verið að ræða sem rekja megi að einhverjum hluta til hungurs.  Ástæðulaust sé að óttast um afdrif sjófuglastofna að svo komnu en sjálfsagt að þetta verði rannsakað meira.  Brýnt er að koma á árlegri vöktun á völdum fjörum landsins til skoðunar á sjófugladauða í framtíðinni.

Sjófugladauði er árstíðabundinn en mest í skammdeginu.  Margir óvissuþættir tengdir tíðarfari og fæðu geta haft áhrif.  Óþekkt er hvar fuglarnir drepast áður en þeim skolar á land.  Talsverð óvissa er með hvort tengja megi afföll fuglana við aldur þar sem 5% álku 2008 voru af ungfugli en það lága hlutfall getur verið ungahlutfall tegundarinnar árið 2007.  Óvarlegt er að reikna sjórekin hræ upp á stofnana þar sem hlutur þeirra er óþekktur miðað við önnur hræ.  Leiða má líkur að því að þetta séu hlutskipti margra illa haldinna fugla sem ekki ná að lifa erfiðasta tímabil ársins.

Tekið skal fram að ofangreint miðast við Héraðssand og þarf ekki að spegla aðra landshluta.

Tegund Klúkusandur 2005 Heyskálasandur 2005 Ker 2005 Hóls- og Klúkusandur Samtals
Langvía 87 42 0 45 174
Stuttnefja 42 1 0 24 67
Álka 14 2 0 80 96
Teista 2 0 1 0 3
Lundi 3 2 0 16 21
Haftyrðill 9 12 1 8 30
Æður 0 0 1 0 1
Fýll 0 2 1 1 4
Lómur 1 0 0 0 1
Hávella 0 1 0 0 1
Silfurmáfur 0 0 0 1 1
Snjótittlingur 2 0 0 0 2
Dílaskarfur 0 0 0 1 1
Rita 0 0 0 1 1
Samtals 160 62 4 177 403


Fjöldi fuglahræja á 0,44 km² af Héraðssandi 2005 og 2008 safnað í skammdeginu.  Sá hluti sandsins sem fuglar finnast á er 5,4 km².  Engin hræ fundust í ferðum sem farnar voru í júlí 2005 og aftur í nóvember 2006 og er ekki getið í töflu.  Í maí 2005 fundust 22 hræ á skoðunarstað á Héraðssandi (14 fýlar, 4 ritur, 3 lundar og 1 æður).  Þann 25.6.2005 fundust á sama svæði 2 hræ (2 fýlar).  Þang og grjótfjara er við Ker. Hóls- og Klúkusandur skoðaður í febrúar 2008. Aðeins 4 ungar álkur fundust 2008.
                                                                                                                                                                                                                      hlutfall_svartfuglahraeja 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndin sýnir hlutfall hræja greindra svartfugla á Héraðssandi en speglar ekki stærð stofnanna.

1. mynd. Örn Þorleifsson bóndi í Húsey með nýrekna álku.
2. mynd. Halldór W. Stefánsson með rekna langvíu.
3. mynd. Álkuhræ á Héraðssandi, horft í norður.
4. mynd. Það er veisla hjá fálkanum.
5. mynd. Ungur fálki sem hefur nóg að éta.
6. mynd. Kollumúli norðan Héraðsflóa.
7. mynd. Húsey frá Héraðssandi, Kaldárgil í fjarska.

thumb_2mynd thumb_1mynd
 thumb_3mynd

 

 

 

 

thumb_4myndthumb_5myndthumb_7mynd 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Mýrargötu 10
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir