Heimsókn í Náttúrugripasafnið
Nemendur í 1. bekk Nesskóla kíktu á Náttúrusafnið í liðinni viku til að
skoða vel hrafninn sem þau eru að læra um í skólanum. Auðvitað notuðu þau
tækifærið og skoðuðu safnið hátt og lágt. Engir almennir opnunartímar eru
á safninu yfir vetrartímann, en opið er eftir samkomulagi við
umsjónarmann. Skólar á Austurlandi eru hvattir til að nýta sér þetta
glæsilega safn. Umsjónarmaður er Erlín Jóhannsdóttir starfsmaður
Náttúrustofu Austurlands