Hreindýr í Eiðaþinghá
Stór hópur hreindýra hefur gengið í Eiðaþinghá mest innan Eiða síðan í vetur og eru sumir bændur orðnir býsna þreyttir á að reka þau úr túnum og nýskógum. Þann 18. apríl voru þau 93 innan við Mýnes, mest tarfar en sjö kýr og þ.a. fjórar hyrndar. Flest voru þau talin þann 24. apríl um 120 í einum hópi neðan vegar gengt Fossgerði. Kýr úr hópnum bar utan við Mýnes upp úr miðjum maí.
Undanfarið hafa hóparnir gengið mest frá Snjóholti að Fljótsbakka en einnig austan vegar. Vonast er til að þeir fari fyrr en seinna norður yfir Lagarfljót og upp á Fellaheiði. Eflaust verða þó einhverjir eftir en þeir eiga þó tæplega von á góðu eftir að tarfaveiðitíminn byrjar þann 15. júlí. Nú halda tveir fullorðnir tarfar sig sér, annar haltur og hinn hornbrotinn.
93 dýr innan við Mýnes 18. mars.
Tarfar ofan og utan Finnsstaða 24. apríl.
Tarfar ofan og utan Finnsstaða 24. apríl.
Upp úr miðjum maí bar kýr utan við Mýnes.
Upp úr miðjum maí bar kýr utan við Mýnes.
Stærsti tarfurinn í hópnum 12. júní út undir Fljótsbakkaafleggjara
Einn haltur og annar hornbrotinn innan við Snjóholt stutt frá vegi.