Leiðangur Náttúrustofu Austurlands í Kringilsárrana 24.júní 2008
Starfsmenn Náttúrustofu Austurlands fóru til að líta eftir gróðurreitum í Kringilsárrana undir stjórn Gerðar Guðmundsdóttur þann 24. júní. Til aðstoðar voru Jón Ágúst Jónsson og Rán Þórarinsdóttir. Skarphéðinn G. Þórisson notaði tækifærið og svipaðist eftir hreindýrum, heiðagæsum og öðrum fiðurfénaði. Silgt var á slöngubát Björgunarsveitarinnar Gró á Egilsstöðum. Lagt var frá landi um hádegi stutt utan við Lindarlæk austan Hálslóns og siglt inn að austurenda Töðuhrauka. Farið sömu leið til baka rétt fyrir miðnætti. Lítið sást af hreindýrum. Ein ráfandi kýr var við Töðuhrauka, virtist leitandi en ekkert heyrðist í henni. Fimm dýr, líklega tarfar voru vestur undir Kringilsá inn undir jökli. Auk þess voru 43 kýr og 28 kálfar á Þorláksmýrum. Af 108 heiðagæsahreiðrum, flestum í Töðuhraukum, voru 83% útleidd.
Aðrir fuglar
Hávella: par á tjörn rétt innan Töðuhrauka
Heiðlóa: strjálingur, eitt étið egg inn og niður af Töfrafossi
Lóuþræll: nokkrir með heiðlóum
Sendlingur: strjálingur, eitt hreiður með eggjum um 1 km suðsuðvestan Töfrafoss
Spói: einn vellandi utan Töðuhrauka
Óðinshani: nokkrir á tjörnum einkum innan Töðuhrauka
Sílamáfur: 10-20
Kjói: 2 á flugi
Sólskríkja: syngjandi víða í Rana, hreiður með 6 ungum austast í Töðuhraukum.
Þúfutittlingur: syngjandi á nokkrum stöðum
Hrafn: 2 á flugi
1. mynd. Landtökustaður í Kringilsárrana
2. mynd. Norðan við Töðuhrauka, Snæfell í baksýn
3. mynd. Hugað að gróðurreit
4. mynd. Sólskríkjukarl með æti í unga
5. mynd. Svangir sólskríkjuungar
6. mynd. Heiðagæsaungi síðastur að klekjast
7. mynd. Nýþurrir heiðagæsaungar og farnir úr hreiðrinu
8. mynd. Heiðagæsahreiður norðan í miðjum Töðuhraukum
9. mynd. Heiðagæs gerir sig breiða gagnvart aðsteðjandi ógn
10. mynd. Eina kýrin sem sást í Kringilsárrana
11. mynd. Útigengin gimbur utan við Kringilsá
12. mynd. Heiðagæs með unga sína á ólgandi Kringilsá stutt ofan Töfrafoss
13. mynd. Á leið frá Töfrafossi að Töðuhraukum að kvöldi dags
14. mynd. Sólsetur bak við Þríhyrningsfjallgarð er ekið var til byggða