Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fengitíminn hafinn

thumb_fjar_arhei_i 1Fengitími hreindýranna hefst upp úr miðjum september.  Þá nusa tarfarnir upp kýrnar og eru á eilífum þönum eins og veturgamli tarfurinn sem fylgir hér með en hann var á hlaupum við þjóðveg á Fjarðarheiði. Á fengitíma er samsetning stofnsins könnuð. Í þeim tilgangi var flogið yfir Fjarðarheiði þann 23. september og hópur þar myndaður og fylgja niðurstöður og myndir af honum hér með. Litir í töflu visa til dýra á myndinni sem talið var af. Spurningarmerkið á myndinni er á fullorðnum tarfi sem er annað hvort kollóttur eða með afar undarlega hnífla. Reynt verður að skoða það nánar. Líklega eru veturgamlir tarfar vantaldir þar sem þeir líkjast kúnum.


Enn og aftur eru þeir sem rekast á hreindýrahópa, einkum næstu vikurnar hvattir til að láta Náttúrustofu Austurlands vita um þá.

  23.sept. ♀   Kálfar 
V ♂  2 ♂    
3- ♂
Samtals
 Fjöldi  111  84  6  9  43  253



Samkvæmt Skúla Sveinssyni Borgarstjóra eru þetta að hluta sömu dýrin og voru í Breiðuvík þann 14. ágúst. Þaðan fóru þau svo skammt ofan við bústað Björns Ingvarssonar og yfir á Skúmhattardal. Þaðan í Hraundal í Loðmundarfirði, Dragfell og síðan fréttist af þeim í Afréttarskarði Héraðsmeginn. Þann 15. september voru þau sunnan í Bjólfi. Um svipað leyti voru 40 tarfar tveggja ára og eldri í Stafdalnum en fyrr höfðu þeir verið í Skógarbotnum í Mjóafirði. Þessir tarfar voru nú komnir saman við hópinn svo og líklega 7 tarfar sem voru í Herjólfsvík og 4 sem voru á hlaupum í Loðmundarfirði í byrjun september. 
thumb_fjar_arhei_i 2thumb_fjar_arhei_i 3thumb_fjar_arhei_i 4

 

 

 

thumb_fjar_arhei_i 6thumb_fjar_arhei_i 5 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir