Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Vogmær

Sigurður Baldursson Bóndi á Sléttu í Reyðarfirði hafði samband við Náttúrustofuna og lét vita að hann hefði fundið vogmær (Trachipterus arcticus) rekna í fjörunni fyrir sunnan Sléttuá.  Mærin er um meter að lengd og bíður hún þess nú að vera stoppuð upp.  
vogmaermyndin er tekin af vef www.nna.is

 


Vogmærin er af vogmeyjaætt (Trachipteridae) og eru fiskar af þeirri ætt afar sérkennilegir í útliti  því þeir eru mjög langvaxnir og þunnvaxnir. Allir uggar á vogmeynni eru rauðir og einnig sporðurinn. Bakugginn er mjög langur en kviðuggar og eyruggar eru fremur smáir. Sporðurinn minnir helst á blævæng en hann vísar aðeins upp. Augun eru fremur  stór og munnurinn sérstakur þar sem hann lengist fram í trjónu þegar hann er opnaður. Sjálf er vogmeyjan silfurgrá að lit.
Ættin telur níu tegundir og þekkist einungis ein þeirra hér við land.  Við Ísland er hún all algeng nema þá helst við NA- og A land. Stundum reka margar upp í fjöru í einu en algengara er að þær reki ein og ein.
Frekari upplýsingar á Vogmærinni má finna á Vísindavef Háskóla Íslands og Náttúrustofu Norðausturlands
vogmaer.Myndin er tekin af vef www.nsv.is

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir