Reyðarfjarðarhjörðin
Þann voru 2. febrúar voru 106 hreindýr neðan við Hnútu og 21 tarfur aðeins utar á Eyvindardalnum. Þremur dögum seinna voru 44 hreindýr skv Páli Leifssyni inn á Eskifjarðardal en tæpum tveimur vikum fyrr sást til 12 dýra utan við Áreyjar. Samtals gerir þetta 183 hreindýr. Dýrin hafa verið að fikra sig norður eftir Fagradalnum, þann 21. janúar sá Jón Guðmundsson Seyðfirðingur 61 dýr við skýlið en þann 28. desember var þessi hópur nokkuð sunnar á dalnum og á sama tíma um 30 vestan ár neðan Biskupshlaups. Háttarlag og fjöldi dýra á þessu svæði er nú mjög svipað og í fyrravetur.