Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Lagarfljót á Gamlársdag 2007

thumb_thury (68)Í svartasta skammdeginu er alla jafnan fábrotnara fuglalíf á Íslandi en það sem er við líði að vori.  Við strendur landsins er mikið af fuglum en aðeins harðgerðustu staðfuglar þreyja Þorrann inn til landsins fjarri sjó.  Sjófuglar eru þá á hafi úti en margir þeirra leita inn á firði og voga.


Á Gamlársdag sáust óvenjulegir fuglar á Lagarfljóti við Egilsstaði eftir miklar umhleypingar í veðri.  Þar voru saman komnir ýmsir sjófuglar sem verða að teljast mis algengir gestir eða jafnvel flækingar á þessum slóðum.  Af þeim sem sáust voru; þrír  dílaskarfar, tveir hettumáfar, fimm haftyrðlar og ein stuttnefja.  Af hefðbundnari vetrarfuglum á Fljótinu voru þarna líka; tvær hvinendur, 23 stokkendur og eitt gargandarpar og forvitinn hrafn flaug yfir til skoðunar á þessari fuglasamkomu.  Nokkru áður sá bóndi á bænum Gilsárteigi í Eiðaþinghá haftyrðil hjá sér og rak ekki mynni til að hafa fengið slíka heimsókn fyrr.  Eins hafði maður í Vallahreppi sleppt hröktum haftyrðli á Lagarfljótið, dauður fugl fannst í Selskógi og í upphafi árs 2008 var tilkynnt um hraktan tyrðil í þéttbýlinu á Egilsstöðum.

Reikna má með að mun fleiri sjófuglar og þá einkum þeir smávöxnu hafi lent víðar en hér um getur í stórviðrasömum vindum vetrar.  Þess má geta að haftyrðill er hættur varpi á Íslandi  en síðustu fuglarnir urpu í Grímsey fyrir nokkrum árum.  Þeir haftyrðlar sem eru við Íslandsstrendur á veturna eru komnir frá norðlægari slóðum, en hann er einn algengasti varpfuglinn á Grænlandi, Jan Mayen og á Svalbarða. 

Ólafur Indriðason á Kolfreyjustað kvað um fugla í Skrúðnum um miðja nítjándu öld:


     Þar er hafsúla og már,
     þar er haftyrðill smár,
     þar eru hrafnar og lundar og skarfar,
     þar er æður og örn,
     þar sín ótal mörg börn
     elur svartfugl og skeglurnar þarfar.

Samkvæmt vísunni verpti haftyrðill þá að öllum líkindum í eynni í tíð Ólafs.

thumb_lagarfljot thury (1)

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir