Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Vortalning á gæsum og álftum á Héraði 2008

thumb_gaes_a_flugiNýafstaðin er vortalning á gæsum og álftum á Héraði. Líkt og í fyrri vortalningum voru gæsir og álftir mest þar sem stundaður er kúabúskapur. Alls sóttu sjö tegundir gæsa Héraðið heim í apríl auk álfta.  Þetta voru varptegundirnar grágæs og heiðagæs og umferðartegundirnar helsingi, blesgæs og margæs og loks flækingstegundirnar kanadagæs og snjógæs (sem fréttist af en sást ekki í talningunni).
 


Sérstök skilyrði vegna snjóalaga beindu fuglunum á ræktað land sem skilaði vel heppnaðri talningu.  Niðurstöður talninganna voru í meginatriðum þær að hátt í 4000 fleiri grágæsir og helmingi fleiri heiðagæsir sáust nú en áður. Svipaður fjöldi álfta var á Héraði miðað við fyrri talningar en þær komu óvenju seint inn á svæðið.  Aðrar tegundir voru í svipuðum mæli og þekkt er.

Svo að talningar sem þessar takist jafn vel og raun varð á, verða skilyrði að vera fuglunum  óhagstæð um það leiti sem fjöldi þeirra er að verða hvað mestur, það er talsverður snjór á láglendi og nær jarðlaust í heiðum.  Ekki liggja fyrir niðurstöður talninga á vetrarstöðvum 2007 né heldur veiðitölur UST fyrir síðasta veiðitímabil sem rekja mætti fjölgun til.  Fleiri grá- og heiðagæsir 2008 á Héraðssvæðinu verða skýrðar með hagstæðum skilyrðum til talninga.  

thumb_gaesa_flugthumb_gaesa_lending
 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Mýrargötu 10
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir