Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

”Kýrin reyndi að drepa mig”

thumb_mai08 059xx 

– Reimar Ásgeirsson hætt kominn á Fljótsdalsheiði.
 
Rán Þórarinsdóttir, Reimar Ásgeirsson og Grétar Karlsson hafa verið að fylgjast með burði hreinkúa á Fljótsdalsheiði undanfarna daga og varð Reimar fyrir ógleymanlegri lífsreynslu. Lýsing hans fylgir hér með svo og myndir sem hann tók af kusu og kálfi:


”Ég kom að henni austan undir Þrælahálsi þar sem hún var greinilega nýborin.  Ég sá strax að þetta var fullorðin kýr og því tilvalið að gera tilraun til að merkja kálfinn.  Ég nálgaðist hana því rólega til að reyna að styggja hana sem minnst til að minnka líkurnar á að  hún færi langt á meðan ég myndi stinga merki í eyra kálfsins. Þetta gekk eftir og reyndar fór hún ekki neitt heldur reyndi ítrekað að draga hann af stað á eftir sér. Í einni af þessum tilraunum hennar greip ég kálfinn og hugðist merkja hann,  en í því kemur hún á fullri ferð með hausinn undir sér og rennir sér á mig. Ég náði að grípa í hornin  rétt áður en hún náði til mín og smeygja mér til hliðar þannig að annað hornið rétt stakkst í úlpuna í mittishæð. Það festist ekki svo hún rann framhjá mér og stoppaði nokkra metra frá og horfði illilega á mig. Mér var óneitanlega tölvert brugðið enda  ekki lent í neinu álíka áður við kálfamerkingar. Ég beygði mig niður og ætlaði að merkja kálfinn en í hvert sinn sem ég beygði mig niður kom hún nær og virtist líkleg til alls. Ég tók því kálfinn upp af jörðinni og stakk merkinu í eyrað. Var hann varla lentur og ég búinn að stíga nokkur skref til hliðar þegar hún var komin til hans. Það rumdi í henni og illskulegt var augnaráðið sem ég fékk þegar hún snéri frá með kálfinn á eftir sér.
Hraðinn og snerpan í kúnni í svona návígi segir manni það að vissara er að fara með gát nálægt þessum dýrum.” 

thumb_mai08 058xxthumb_mai08 063xx
thumb_mai08 050x

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir