Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað sameinast um rekstur Náttúrustofu Austurlands


thumb_samningur handsaladurÞann 27. maí var undirritaður samningur milli Fjarðabyggðar, Fljótsdalshéraðs og umhverfisráðuneytisins um framhald rekstrar Náttúrustofu Austurlands. Stofan er elst sjö starfandi náttúrustofa á landinu, stofnuð árið 1995. Sveitarfélagið Neskaupstaður, nú hluti Fjarðabyggðar, hafði frumkvæði að stofnun hennar. Höfuðstöðvar stofunnar eru í Neskaupstað, en einnig er rekin starfsstöð á Egilsstöðum. Náttúrustofan hefur það að markmiði að efla þekkingu á náttúru Austurlands.

Rannsóknir á hreindýrum og gróðurfari skipa stóran sess í starfsemi stofunnar. Meðal annarra viðfangsefna má nefna rannsóknir á fuglalífi, fræðslu, ráðgjöf og eftirlit með náttúru Austurlands. Aðkoma Fljótsdalshéraðs að rekstri stofunnar kemur til með að styrkja bæði rekstrargrundvöll og þá starfsemi sem þar fer fram. Jafnframt er samstarf sveitarfélaganna mikilvægur liður í uppbyggingu þekkingarsamfélags á Austurlandi. Í samstarfinu felast ótal tækifæri tengd þekkingaröflun um náttúru Austurlands, m.a. tengd uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs, Gerpissvæðis og frekari upplýsingaöflun um hreindýr.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Mýrargötu 10
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir