Rúlluplasttuddi
Að morgni þess 16. október var haft samband við Náttúrustofu vegna hreintarfs með plast á hornum. Farið var á stúfana og fannst hann utan girðingar gengt Grímstorfu. Greinilegt var að plastið ógnaði ekki lífi hans. Daginn eftir var plastið dottið af.
Þessi tarfur hefur dvalið í Heiðarendanum á Fljótsdalshéraði allan fengitímann með kvígukálfi.
Árlega sjást nokkur hreindýr með drasl á hornum og verst er þegar það er vír sem liggur utan um háls þeirra. Af gefnum tilefnum hvetur Náttúrustofa Austurlands alla landeigendur og sveitastjórnir að taka til í kringum sig þar sem þörf er á svo hreindýr og aðrar skepnur skaði sig ekki á því.