Hreindýraskoðun á suðurfjörðum
Dagana 29.-31. október 2008 var Hreindýraskoðun á suðurfjörðum.
Mikið fannst af hreindýrum í athugun NA sunnan Berufjarðar í októberlok. Alls fundust rúm 1200 dýr og auk þess fréttist af nokkrum tugum til viðbótar. Við Álftafjörð höfðu flestir stóru tarfanna tekið sig út úr hjörðunum og sumir búnir að fella hornin. Kollóttur tarfur sá á Mýrum viku af október samkvæmt Sigurði Guðjónssyni á Borg og er ekki vitað um annan tarf sem fellt hefur horn svo snemma. Í Hofsdal sást kýr standa undir tarfi og mun hún ekki bera fyrr en um miðjan júní. Inní Hofsdal er vöxtulegur birkiskógur og kom á óvart að rúm 100 hreindýr voru inn í honum miðjum hvar hann er þéttur og víða 2-3 m hár.