Öskudagsheimsóknir
Í dag er Öskudagurinn veðrið leikur við okkur bjartur og fagur dagur. Það er liðin sú tíð að fólk og þó aðallega börn hengi öskupoka hvert á annað en í stað þess kominn sá siður að ganga milli fyrirtækja og stofnanna og syngja og fá nammi fyrir. Nokkrir hópar af börnum hafa komið við hér í dag og sungið fyrir okkur , þetta lífgar óneitanlega uppá tilveruna og gaman að sjá hinar ýmsu múnderingar hjá krökkunum.
Látum myndirnar tala sínu máli.