Farflug álfta
Hægt er að fylgjast með farflugi álfta sem stendur yfir um þessar mundir frá vetrarstöðvunum á Bretlandseyjum til Íslands, en 41 álft ber gervihnattasenditæki á baki og má því fylgjast með ferðalagi þeirra á Super Whooper 2009 (og nánar undir Full Map).
Nokkrar eru þegar komnar til landsins, m.a. til Austurlands, einhverjar eru á leiðinni yfir hafinu þegar þetta er skrifað en margar ekki lagðar af stað.