Náttúrufræðinámskeiði á Eskifirði lokið.
Dagana 22.-26. júní hélt Náttúrustofa Austurlands náttúrufræðinámskeið á Eskifirði í samstarfi við Ferðaþjónustuna Mjóeyri. Fimm krakkar voru á námskeiðinu og luku því með sóma. Meðal þess sem var gert á námskeiðinu var að skoða og greina blóm, lífríki fjörunnar skoðað, farið í Helgustaðanámuna, lífríki tjarna skoðað o.fl.