Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Ferðir Náttúrustofu í Kringilsárrana,Vesturöræfi og Fljótsdalsheiði

Komið í KringilsárranaÍ sumar var farið í tvær ferðir á hálendið í kringum Hálslón og nágrenni í til að athuga með gróðurreiti sem Náttúrustofan setti þar upp á árunum 2006-2008. Gróðurreitirnir eru hluti af langtíma vöktunarverkefni  þar sem fylgst er með hugsanlegum breytingum á gróðurfari á áhrifasvæði Hálóns.


Gróðurreitur og tjaldÍ byrjun júlí var siglt á slöngubát yfir lónið í Kringilsárrana og dvalið þar í tvo daga í mjög góðu veðri.  Farið var yfir alla gróðurreiti og þeir lagfærðir þar sem þurfti. Í Hraukum sást stór hreindýrahópur, mest hreinkýr með kálfa en einnig nokkrir tarfar. Einnig sást þar þistilfiðrildi (Vanessa cardui) flögrandi um, en það er flækingsfiðrildi hér á landi. Þegar vaknað var seinni daginn var hreindýrahópur búin að koma sér fyrir rétt við tjaldið en hópurinn skokkaði  rólega á braut þegar tjaldbúar fóru á stjá.
Seinnipart ágúst var svo farið á Vesturöræfi og Fljótsdalsheiði  og tók sú ferð einnig tvo daga. Gist var í Snæfellsskála. Veður var gott fyrri daginn en seinni daginn var orðið kalt og gekk á með snjóhríð. Farið var yfir hluta af gróðurreitum á Vesturöræfum og hluta af reitum á Fljótsdalsheiði. Ekki sáust hreindýr en ummerki eftir þau voru víða. Mikið sást af heiðagæs.
Við Töfrafoss horft frá Kringilsárrana yfir á Vesturöræfi og Snæfell Úr gróðurreit Vesturöræfi gróðurreitur Fljótsdalsheiði gróðurreitur

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir