Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Vepja á flækingi í Norðfirði

 

Nokkur orð um vepju

Þessi vepja (Vanellus vanellus) sást inn á Hofi á Norðfirði þann 27.janúar s.l. Það var hún Dagný Ásta heimasæta á Hofi sem varð vör við fuglinn og tók myndir af honum.


Vepja er útbreiddur varpfugl um mest alla Evrópu þar sem hún verpir í ræktuðu landi, í votlendi og á lyngheiðum.  Hann er flækingur á Íslandi og sést árlega.  Vitað er um nokkra fugla sem heimsóttu Austurland heim sumarið 2008. Tegundin hefur orpið á Íslandi og á sjöunda áratug síðustu aldar sást vepja nokkur vor á Finnstaðanesi á Egilsstöðum. Bóndinn þar á bæ sá eitt sinn vepju með unga sem hlupu yfir veginn þegar hann var að keyra í hlað.

Á Íslandi var vepjan kölluð ísakráka á árum áður því oft varð vart við fuglinn þegar harðindi voru á útmánuðum.

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir