Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Heimsókn frá VA


Opnir dagar voru haldnir í Verkmenntaskóla Austurlands í vikunni. Nokkrir nemendur völdu að koma á Náttúrustofu Austurlands í hálfan dag í kynningu á starfssemi stofunnar.


Hópnum var kynnt almenn starfsemi stofunnar og hvað náttúrufræðingar gera. Þau fengu síðan að spreyta sig á nokkrum smáverkefnum eins og að aldursgreina hreindýrakjálka, teikna inn á gróðurkort, kíkja í vefsjá, líta eftir snjóflóðamælistikum í fjallinu með scopi og í lokin var farið á Náttúrugripasafnið þar sem þau spreyttu sig á vísbendingaspurningum um fugla.


Starfsfólk Náttúrustofu Austurlands þakkar  fyrir heimsóknina.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir