Taumönd (Anas querquedula)
Taumönd (Anas querquedula) varð á vegi starfsmanna Náttúrustofu Austurlands 11. maí á ferð þeirra um Hérað og var augnablikið fangað og hinn glæsilegi karlfugl festur á mynd. Taumöndin er ættuð frá Evrópu og er flækingur hér á landi og höfðu 68 fuglar sést til ársins 2005. Í vor hafa taumendur sést á nokkrum stöðum hér á landi utan Héraðs. Fuglinn er aðeins stærri en urtönd sem er okkar minnsta önd.