Krossnefur í Fellabæ
Þann 28. maí sá Jóhann G. Gunnarsson í Fellabæ krossnefskerlu mata tvo
unga í garðinum hjá sér og gerði Náttúrustofunni viðvart og náðust
meðfylgjandi myndir þá. Krossnefir verptu á Suðurlandi í vetur en ekki
hefur fyrr verið staðfest varp hér eystra þetta árið. Nánari
upplýsingar um komur og landnám krossnefs má lesa í fróðlegri grein
Daníels Bergmann; Krossnefir gera vart við sig" í 1.tbl.
Skógræktarritsins 2009.