Enn einu veiðitímabilinu er lokið
Samkvæmt því sem lesa má á vefnum hreindyr.is náðist góður árangur í hreindýraveiðum þetta haustið ef horft er til þess að tíðafar var erfitt.
Felld voru 1319 dýr en veiðikvótinn var 1333 dýr. Að sögn leiðsögumanna með hreindýraveiðum eru veiðimenn margir hverjir búnir að fá að hafa fyrir því að ná í dýrin sín og er þetta veiðitímabil búið að vera erfiðara en síðastliðin þrjú ár aðallega þó hvað varðar veðurfar. Á síðustu vikunni gekk mönnum þó vel að veiða enda veðrið með besta móti.
Á svæðum 3, 4 og 6 náðist að veiða upp í kvótann, með því að smella hér má komast inn vefinn hreindyr.is og á töflur sem sýna stöðu veiðanna eftir hvert 7 daga tímabil.