Hreindýr úti í Urðum
Seinni part vetrar sjást hreintarfar oft nálægt byggð og hanga jafnvel
þar langt fram á sumar. Á myndinni eru fjórir fullorðnir tarfar,
líklega frekar ungir þar sem hníflar þeirra eru frekar litlir.
Rígfullorðnir tarfar fella hornin fyrir jól en þeir yngri seinna. Sést
hefur til slíkra á Héraði fyrir nokkru með yfir 20 cm langa hnífla. Með törfunum eru þrír kálfar en kýrnar venja þá af sér í vetrarlok áður en þær leita á hefðbundin burðarsvæði en ekki er ólíklegt að þessir kálfar séu fæddir í Sandvík.
Náttúrustofan fagnar öllum upplýsingum um hreindýr hvar og hvenær sem
sést til þeirra og ekki er verra ef mynd fylgir með.