Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fréttir af farfuglum

Rauðhöfðaönd mynd fengin að láni af vefnum fuglar.isÞar sem nokkuð vetrarríki hefur verið á Austurlandi nú um miðjan apríl og undir vetrarlok þegar farfuglarnir venju samkvæmt eru að streyma til landsins, hefur lítið sést til þeirra.  Vissar tegundir eru þó stundvísar í komunni hvernig sem viðrar og eru álftir og gæsir dæmi um það sem voru mættar í landshlutann um mánaðarmótin mars/apríl.  Óvenju mikið hefur borið á helsingjum austanlands sem af er apríl eins og frétt úr Norðfirði hér á síðunni gefur til kynna.

Á Héraði sáust fyrstu skógarþrestirnir 6. apríl, skúfönd degi síðar og lómur og rauðhöfðaönd mættu á Lagarfljót þann 10. apríl. Með batnandi tíð nú í sumarbyrjun má búast við að mikið af fuglum dembist inn sem við munum reyna að flytja fréttir af.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir