Tjaldsvarp á Héraði ( Haematopus ostralegus)
Aðeins örfá tjaldspör hafa verpt á Héraði undanfarna áratugi. Nú eru teikn á lofti um að þeim sé að fjölga. Áhyggjur vekja par sem verpti nálægt þjóðvegi á Egilsstaðanesi í fyrra og missti báða sína unga fyrir bíla og er nú aftur mætt á sömu slóðir.
Þau halda sig mikið við þjóðveginn í Fellabæ og á Nesinu og eru bílstjórar sem eiga leið þar um hvattir til að vera á varðbergi og keyra ekki yfir þá né unga þeirra sem vonandi birtast þarna í júní.