Vinaheimsókn frá Nesskóla
Í dag fengum við heimsókn frá Nesskóla þar var svokallaður Olweusardagur , öðru nafni vinadagurinn haldinn í þriðja árið í röð. Að þessu sinni fóru vinabekkir saman út í gönguferð heimsóktu fyrirtæki bæjarins færðu þeim litla krús með fallegum orðsendingum að gjöf og sungu lagið "Söngur um lífið" .
Á meðfylgjandi myndum má sjá börnin úr 6.KSS með vinabekknum sínum 1.GS ásamt starfsfólki úr Nesskóla, þegar þau heimsóktu Náttúrustofu Austurlands og Matís.