Heimsókn frá Leikskólanum Sólvöllum
Við hjá Náttúrustofu Austurlands og Matís fengum skemmtilega heimsókn í morgun frá Leikskólabörnum af leikskólanum Sólvöllum. Það voru 11 börn af deildinni Sólbakka sem voru ásamt starfsfólki deildarinnar á göngu í góða veðrinu þegar ákveðið var að þyggja boð um að koma í heimsókn á Náttúrustofuna og skoða hann Hákon humar sem er gæludýr Áslaugar en dóttir hennar er einmitt á Sólbakka.
Humarinn er ferskvatnshumar og lifir hér í góðu yfirlæti í fiskabúri á borði eiganda síns, fyrir nokkrum vikum fjölgaði hann sér og eru nokkur afkvæmi hjá honum enn ef vel er að gáð má sjá 2 af afkvæmunum á meðfylgjandi mynd.