Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Hnefla komin heim

 Hnefla 7.1.-10.4.2010Þann 21. júní var leitað að Grímu á Vesturöræfum sem fannst ekki en hins vegar dúkkaði Hnefla þar upp. Hnefla var merkt í Hneflinum gengt Skjöldólfsstöðum á Jökuldal þann 21. mars 2009 eftir langan eltingarleik en hún ætlaði seint að sofna. Hún var vel fullorðin eins og sást á framtönnum hennar. Um vorið fór hún inn að Jökulkvísl á Vesturöræfum en er leið á sumarið hélt hún í austur og var á fengitíma upp af Hamarsdal.Merkt 23. mars 2009  Hneflinum

 

 

 

 

 

Veturinn 2009-2010 dvaldi hún á svæðinu frá Skriðdal og niður í Fossárdal. Því miður varð hún rafmagnslaus og hætti að senda staðsetningar þann 10. apríl 2010. Reyndar voru hreindýr lítt á Vesturöræfum um burðinn svo ekki er ósennilegt að hún hafi borið á leiðinni heim austan Snæfells. Henni fylgir nú stór og fallegur kálfur. Þeir sem leggja leið sína í Snæfellsstofu geta skoðað ferðir hennar um Snæfellsöræfi 2009 í margmiðlunarborði og nánari upplýsingar er einnig að finna á heimasíðunni undir hreindýr - fróðleikur.

Hreindýr Hreindýr Hreindýr merkt

Hreindýr Hreindýr Hreindýr

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir