Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Hólmanes fólkvangur og friðland

Friðlýsing
Hólmanes og hluti af Hólmahálsi var friðlýst árið 1973, sem fólkvangur norðanmegin en friðland sunnanmegin og réði því mismunandi eignarhald. Um svæðið gilda þó samræmdar reglur. Samkvæmt náttúruverndarlögum eru fólkvangar svæði sem friðlýst eru til útivistar og almenningsnota en hafa einnig að geyma fjölbreytta og fagra náttúru. Friðland er svæði sem mikilvægt er að varðveita sakir sérstaks landslags eða lífríkis.   Til að ná markmiðum friðlýsingarinnar gilda eftirfarandi reglur um svæðið:

Gangandi fólki er frjáls umferð, enda virði það almennar umgengnisreglur. Ekki má skemma gróður eða trufla dýralíf. Mannvirkjagerð, jarðrask og meðferð skotvopna á svæðinu er bönnuð.

 

Svæðið er kjörið útivistarsvæði og ákjósanlegt til kennslu og náttúrufræðslu enda er landslag og lífríki þar fjölbreytt og jarðfræðin áhugaverð. Samkvæmt skilgreiningu Umhverfisstofnunar eru fólkvangar svæði sem samkvæmt náttúruverndarlögum eru friðlýstir sem útivistarsvæði í samvinnu við hlutaðeigandi sveitarfélög. Fólkvangar eru stofnaðir að frumkvæði sveitarfélaga og sjá þau einnig um reksturinn. Tilgangurinn með fólkvöngum er að tryggja almenningi aðgang að svæðum til þess að njóta útivistar.

 

Holmanes300

Hólmanes er að hluta til friðland en samkvæmt skilgreiningu Umhverfisstofnunar
kallast friðland það landsvæði sem friðlýst er samkvæmt náttúruverndarlögum vegna
sérstaks landslags, gróðurfars eða dýralífs. Markmið friðlýsinga eru mismunandi sem

og reglur sem á svæðunum gilda. Friðlönd eru í mörgum tilfellum á landi í einkaeigu
eða
á afréttum og reglur um þau eru samkomulagsatriði milli rétthafa lands og Náttúruverndar ríkisins.

Í friðlandinu og fólkvangnum í Hólmanesi hefur verið komið fyrir
fræðslustígum með því að smella á myndina sést kortið í heild sinni. Gönguleiðir og áhugaverðir staðir eru merkt inn á kortið.

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má með aðstoð Google maps sjá kort af Hólmanesi

<iframe width="425" height="350" frameborder="0" scrolling="no" marginheight="0" marginwidth="0" src="https://maps.google.com/maps?hl=en&amp;ie=UTF8&amp;t=h&amp;ll=65.044912,-14.017181&amp;spn=0.025349,0.073128&amp;z=13&amp;output=embed"></iframe><br /><small><a href="https://maps.google.com/maps?hl=en&amp;ie=UTF8&amp;t=h&amp;ll=65.044912,-14.017181&amp;spn=0.025349,0.073128&amp;z=13&amp;source=embed" style="color:#0000FF;text-align:left">View Larger Map</a></small>

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir