Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Hólmanes - Gróðurfar

Í Hólmanesi má finna fjölbreytileg  gróðurlendi og mikla tegundafjölbreytni Sjöstjarnaþrátt fyrir
að nesið virðist fremur hrjóstrugt. Alls hafa verið skráðar ríflega 150 tegundir háplantna
á friðlýsta svæðinu. Þar vaxa einkennisjurtir Austfjarða, sjöstjarna, gullsteinbrjótur,
maríuvöttur, klettafrú og bláklukka, einnig allmargar fremur sjaldgæfar tegundir svo sem
villilín, dökkasef, aronsvöndur, sigurskúfur og stóriburkni.

 

 

 

Graslendi er meðfram ströndinni einkum við Baulhúsavík,
kringum Leiðarhöfða en  einnig við Baulhús. Víða í brekkum austan í Hólmahálsi, utan í Borgum
og á flatlendinu upp af Skeleyri og Básum er mosi áberandi, ýmist einráður eða   innan um lyng,
sef eða gras. Gróskumikill lynggróður er víða í brekkum, einkum í vestanverðum Baulhúsadal,
Urðarhvammi og  innan um mosagróður í allri brekkunni austan Hólmahálsi.

 

 

Baulhúsamýri er stærsta votlendið en votlendi er einnig  í Borgarhvammi og mýrablettir eru í brekkunum suðaustan í Hólmahálsi. Víða sjást lítil flög og opnur í gróðurþekjunni, og þar er  kjörlendi  tegunda svo sem flagahnoðra, blómsefs, flagasefs og dökkasefs.  Þykkur mosi þekur urðirnar í Urðarhvammi og við Ytri-Hólmaborgina og burknar og elftingar leynast milli steina í urðunum þar sem skjólgott er og skuggsælt. Í klettaveggnum utan í Hólmaborgum og upp af Urðarhvammi vaxa  klettafrú, bergsteinbrjótur, burknar og fleiri tegundir.

 

 

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir