Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Hólmanes- Landslag og jarðfræði

Hólmatindur er afar tilkomumikið fjall og rís 1000 m yfir sjávarmál milli  Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Hólmanes sem teygir sig  til suðausturs frá honum er klettótt og ber þar  mest á Ytri-Hólmaborg (114 m) en norðan á nesinu er þó nokkurt sléttlendi. Utan til á  nesinu  eru víða hamrar í sjó fram en innar malar- og þangfjörur.

Hólmanes og Hólmaháls er að miklu leyti úr basísku bergi sem hefur storknað á yfirborðinu og er dökk á lit. Yst á nesinu er berggrunnurinn þó úr súru gosbergi, svokölluðu líparíti sem er ljósleitt og er þetta vestasti og yngsti hluti Reyðarfjarðareldstöðvar sem var virk fyrir 11-12 miljónum ára.  Líparítið er viðkvæmt fyrir veðrun og klofnar sundur í flögur og sést þetta mjög greinilega norðan og austan við Ytri Borgina. Borgirnar og Hólmarnir hafa aftur á móti myndast við storknun bergkviku neðanjarðar, sem innskot úr basísku bergi svokölluðu díabasi  sem hefur troðist inn á milli hraunlaganna sem fyrir voru. Þessi innskot  reyndust harðari en hraunlögin í kring og hefur því rofmáttur ísaldarjökulsins ekki náð að vinna eins  auðveldlega á þeim og berginu í kring.


Eftir að eldvirkni lauk við Reyðarfjörð hafa  roföfl unnið að landmótuninni og áhrifamestir voru jöklar ísaldar.  Reyðarfjörður er heljarmikill jökulsorfinn dalur og lá meginjökullinn  út eftir honum. Annar þynnri jökull hefur  skriðið út Eskifjörð og er hann því grynnri en Reyðarfjörður. Dýpi  í mynni Eskifjarðar er 30-50 m en  130–150 m  í Reyðarfirði, sunnan við nesið. Hólmarnir  líta út eins og hvalbök og  vitna um skriðstefnu jökulsins.

Skeleyri hefur myndast við sjávarrof í Reyðarfirði. Hún er gerð úr líparítmöl sem sjórinn hefur skolað utan úr Básum og hlaðið upp á straumaskilum.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir