Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Hólmanes - Dýralíf

Mikið fuglalíf er í Hólmanesi allt árið um kring.  Sjófuglar setja mestan svip á fuglalífið en í  fjörum og móum vappa vaðfuglar og mófuglar. Endur og gæsir sjást í Hólmunum og sjónum þar um kring.  Í Langhömrum, Ytri-Hólmaborg og í sjávarhömrum er varpstaður ýmissa bjargfugla sem skipta hundruðum. Fýll er algengur og verpir á klettasyllum víðs vegar um nesið og silfurmáfabyggð er uppi á Ytri-Hólmaborg.

 

 

 

Æðarfugl verpir aðallega í hólmunum en einnig víðar með ströndinni og stöku sinnum leynist æðarkóngur í hópi þeirra.  Toppönd, grágæs, stelkur, heiðlóa, hrossagaukur, tjaldur, svartbakur, þúfu¬tittlingur, lundi, rita,  teista, steindepill og hrafn eru allt varpfuglar í Hólmanesi. Fleiri fuglar dvelja  þar en verpa  ekki, t.d. sést dílaskarfur við sunnanvert nesið og tildrur  við Stórhólma. Áður verpti bjargdúfa á þessum slóðum en henni var útrýmt



                                                              

 

Skeljar finnast einkum á Skeleyri en klettadoppur og hrúðurkarlar sitja á steinum og klettaveggjum,  meðal annars í Básum.
Í brekkum leynast lyngbobbi og svartsnigill. Tófa er algeng í Hólmanesi og þar finnst greni af og til. 
Minkur er þar líka og er hann vágestur í æðarvarpi. Hreindýr sjást stundum í Hólmanesi síðla vetrar og einkum þá tarfar.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir