Hreindýrin heimsótt í skammdeginu
Þann 14. desember voru hreindýrin heimsótt á TF KLÓ undir öruggri
stjórn Halldórs Bergssonar eins og oft áður, Leifur Þorkelsson haustari
var til halds og trausts. Ána hafði verið á milli Skjöldólfsstaðahnjúks og
Sandfells daginn áður en við fundum hana ekki.
Hins vegar fundum við Hlíðarendu og Röngu í 226 dýra hjörð SV Súlenda
en hjörðin hafði þá dvalið í nokkrar vikur í Vopnafirði.
Í Fossárdal fundum við Öxu en þar og í fellinu voru margir hópar.
Á Öxi fundum við síðan Heiðu en þar og innst með Geitdalsánni voru
margir hópar. Á einni myndinni sést að kýr á Öxi er með
drasl um hornin en sem betur fer virðist það ekki skaða hana.
Í töflu sem fylgir hér eru sundurgreindir þeir hópar sem senditækjakusur voru í töfluna má nálgast hér.