Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fólkvangur Neskaupstað - Gróðurfar


Tegundafjölbreytni er mikil í fólkvanginum og gróðurlendi víða gróskumikil. Einkennisjurtir Austfjarða, sjöstjarna, gullsteinbrjótur, maríuvöttur og bláklukka vaxa þar allar. Einnig allmargar fremur sjaldséðar tegundir svo sem villilín, klettafrú, þúsundblaðarós, sifjarsóley, skógfjóla, lyngbúi, hagastör og dúnhulstrastör.

Í brekkum undir klettum bæði í Haga og uppi á Hálsum þar sem snjór hlífir að vetri og skjólgott er að sumri er mikið blómskrúð fyrri hluta sumars. Talsvert votlendi er á Hálsum og sums staðar í Haga. Þar vaxa meðal annars starir, sef og fífur en grös þar sem þurrara er. Víða eru fallegir lyngmóar og sums staðar dálítið kjarr. Í hömrum og kömbum við sjóinn er að finna saltþolnar plöntur svo sem skarfakál, burnirót, kattartungu og blálilju.
Fólkvangslandið var löngum nýtt til beitar, einkum Hagi, en gróður hefur tekið stakkaskiptum eftir að friðað var fyrir beit um 1970. Tegundasamsetning gróðurlenda er óðum að breytast, blómjurtir, lyng og víðir koma smám saman í stað graslendis. Birki er komið í hlíðar og allháir víðibrúskar. Ætihvönn og geitla eru nú algengar en sáust varla meðan landið var beitt. Einir og fleiri tegundir sem héldu velli í rákum úti í Nípu eru  óðum að dreifast þaðan.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir