Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fólkvangur Neskaupstað - Landslag og jarðfræði


Norðfjarðarnípa eða Nípa nefnist ysti hluti fjallgarðsins milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Skammt utan Stóralækjar er fjallið hæst, 819 m og heitir þar Nípukollur. Hallar fjallsegginni þaðan til norðausturs niður í 609 m en þá taka við hamraflug í sjó að Níputá og Flesjartanga. Fólkvangurinn liggur austan í Nípunni frá fjallsegg að sjó og tekur friðlýsingin einnig til grynninga út frá ströndinni.

Nípan er upphlaðin úr blágrýtishraunlögum, mismunandi þykkum og hallar þeim dálítið inn til landsins. Hjallar og rákir sem eru milli hraunlaganna fara því hækkandi út Nípuna. Víða skerast berggangar upp gegnum hraunlögin. Hagi er neðsti hjallinn en ofan hans eru Hálsar sem skiptast um slitrótt klettabelti í Neðri- og Efri- Háls. Innsti hluti klettanna heitir Selhraun rétt utan við Stóralæk. Fyrir ofan Efri- Háls er Viðarhjalli, neðan undir hamrabeltum Nípunnar í 250 - 300 m hæð.

Hagi er talinn vera gamall brimstallur, til þess benda m.a. sléttfægð og þverhnípt basaltlög ofan hans og stórgrýtisbjörgin á kafla neðan þeirra þar sem heitir Urðir. Ströndin neðan Haga og út með Nípu eykur á fegurð svæðisins. Leifar af berggöngum standa þar á nokkrum stöðum af sér ágang hafsins og mynda stapa skammt frá landi. Brimið hefur víða sorfið skúta milli hraunlaga og er Páskahellir þeirra mestur.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir