Fiðrildavöktun
Náttúrustofa Austurlands er að fara af stað með fiðrildavöktun á þremur stöðum á Austurlandi, Hallormsstað, Jökuldal og í Neskaupstað. Fiðrildin eru veidd í svo kallaða Ryrholm gildrur og þarf að tæma þær á viku fresti.
Starfsmenn Skógræktar ríkisins sjá um gildruna á Hallormsstað en þau hjónin Páll Benediktsson og Gréta Þórðardóttir bændur á Hákonarstöðum sjá um gildruna á Jökuldal . Starfsmenn NA sjá síðan um gildruna í Neskaupstað.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands http://www.ni.is og er partur af norrænu vöktunarverkefni Moth Monitoring Scheme, en það er verkefni sem nær til Norðurlandanna, Eystrarsaltsríkjanna og NV-Rússlands. Markmið verkefnisins er að nota fiðrildi sem vísihóp til vöktunar á umhverfinu. Á vef Náttúrufræðistofnunnar Íslands má lesa nánar um fiðrildavöktun á íslandi sjá hér