Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fiðrildavöktun

gulygla 001Náttúrustofa Austurlands er að fara af stað með fiðrildavöktun á þremur stöðum á Austurlandi, Hallormsstað, Jökuldal og í Neskaupstað.  Fiðrildin eru veidd í svo kallaða Ryrholm gildrur og þarf að tæma þær á viku fresti.

 

 

 

 

 

Erlín E Jóhannsdóttir ásamt Þóri Þorfinnssyni og Bergrúnu Þorsteinsdóttur hjá Skógrækt ríkisins HallormsstaðStarfsmenn Skógræktar ríkisins sjá um gildruna á Hallormsstað en þau hjónin Páll Benediktsson og Gréta Þórðardóttir bændur á Hákonarstöðum sjá um gildruna á Jökuldal . Starfsmenn NA sjá síðan um gildruna í Neskaupstað.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands  http://www.ni.is og er partur af norrænu vöktunarverkefni Moth Monitoring Scheme, en það er verkefni sem nær til Norðurlandanna, Eystrarsaltsríkjanna og NV-Rússlands. Markmið verkefnisins er að nota fiðrildi sem vísihóp til vöktunar á umhverfinu. Á vef Náttúrufræðistofnunnar Íslands má lesa nánar um fiðrildavöktun á íslandi sjá hér

 

Erlín E Jóhannsdóttir og Páll Benediktsson á svæðinu sem gildran verður á.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir