Náttúrustofa/Matís í öðru sæti í spurningakeppni Fyrirtækja í Neskaupstað
Nú í vetur stóð 9.bekkur í Nesskóla fyrir spurningakeppni milli fyrirtækja hér í Neskaupstað.
Náttúrustofa Austurlands og Matís tóku þátt í keppninni og slógu saman í eitt lið.
það voru þau Jón Ágúst Jónsson og Kristín Ágústsdóttir ( frá NA ) og Þorsteinn Ingvarsson og Karl Rúnar Róbertsson (frá Matís) sem tóku þátt til skiptis en í hverri keppni voru þrír keppendur. Keppnin var í anda Útsvars og byggðist upp á bjöllu og vísbendingaspurningum, leik og myndagátum.
Liðinu gekk vel og endaði í úrslitakeppni, þar urðu þau þó að lúta í lægra haldið fyrir liði KFF.
Náttúrustofa/Matís varð því í öðru sæti í keppninni.