Meira af farfuglum.
Flestar tegundir farfugla eru nú komnar til landsins og berast okkur nær daglegar tilkynningar úr fjórðungnum af fuglakomum. Þó fyrstu fugla sé vart á stöku stað er langt því frá að allir einstaklingar viðkomandi tegunda séu mættir. Til að mynda eru heiðagæsir ennþá að koma þó fyrstu þeirra hafi komið snemma í apríl.
Starinn var mættur í Egilsstaði 2. maí og má vera að þar geti verið fugl sem verpti þar sumarið 2009.
Steggur Ljóshöfðaandar var mættur á hefðbundinn stað á Héraði þar sem samskonar fugl hefur sést undanfarin þrjú til fjögur sumur.
Þessi má að lokum geta að krían sást á Norðfirði í vikunni.
Næstkomandi laugardag, 8. maí er alþjóðlegi farfugladagurinn og hvetjum við fólk til að hafa sjónauka og myndavél með sér og horfa eftir fuglum þannan dag.