Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Skráning er hafin á Náttúrufræðinámskeið

mynd frá Náttúrufræðinámskeiði Í júní verður boðið upp á tvö vikunámskeið í náttúrufræðum fyrir krakka sem eru fædd 1999-2001.
Markmið námskeiðsins er að kynna krökkunum fyrir fjölbreyttu plöntu-og dýralífi í íslenskri náttúru og efla þekkingu þeirra í náttúrufræðum og vísindalegum vinnubrögðum. Farið verður í nokkrar vettvangsferðir meðal annars verður vatnalífríki í tjörnum og lækjum kannað,  plöntur skoðaðar, fjöruferð og litið eftir fuglum.


Fyrra námskeiðið verður haldið  í Neskaupstað dagana 7-11. júní frá kl 9:00-12:00
Þátttakendur mæta í húsnæði Náttúrustofunnar (Mýrargötu 10)  alla daga með hlífðarföt, stígvél og nesti.  Námskeiðsgjald er 3.000 kr.
Seinna námskeiðið verður haldið á Eskifirði dagana 21-25. júní frá kl 10:00-13:00
Þátttakendur mæta á Mjóeyri alla daga með hlífðarföt, stígvél og nesti. Námskeiðsgjald er 3.000 kr.
Skráning fer fram á Náttúrustofu Austurlands í síma 477-1774 eða í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem þarf að koma fram nafn barns, heimilisfang og aldur. Nafn og símanúmer forráðamanna.
Athugið að fjöldi þátttakenda miðast við 10 á hvort námskeið.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir