Heiðagæsir á Eyjabökkum 2010
Samhliða hreindýratalningu 12. júlí 2010 voru heiðagæsir myndaðar og taldar á svokölluðu Eyjabakkasvæði. Það svæði er austan Snæfells austur á austurbakka Jökulsár í Fljótsdal og innan Eyjabakkavaðs. Flugleiðin er sýnd á 1. mynd. Flogið var með TF KLÓ, flugmaður Jóhann Óli Einarsson og Jón Ingi Sigbjörnsson til aðstoðar. Veður til leitar og myndatöku var þokkalegt.
Í talningunni voru flestar gæsirnar á austustu kvíslum Jökulsár í Fljótsdal og á „Gæsalóni“ innan við Hrauka (jökulgarðinn frá 1890) (2. og 3. mynd). Í 1. töflu eru niðurtöður talningar 2010 sýndar. Nú sáust þrír hópar með unga eða samtals 123 fullorðnar og 118 ungar (4. og 5. mynd). Ef miðað er við 2.48 unga á par á þessum tíma (munnl. uppl. HWS 2010) hafa a.m.k. 50 hreiður verið á svæðinu í vor.
Á 6. mynd er sýndar niðurstöður heiðagæsatalninga á Eyjabökkum frá 1979. Nú fannst sami fjöldi geldra heiðagæsa á svæðinu og 2009.
Samantekt: Skarphéðinn G. Þórisson.