SNS heiðagæsamerkingar í Jökuldalsheiði
Náttúrustofa Austurlands stóð fyrir merkingum á heiðagæsum í sárum í Jökuldalsheiði þann 21. Júlí s.l. í tengslum við sumarvinnuferð samtaka Náttúrustofa (SNS) 2010. Merkingarnar tókust vonum framar og er það ekki síst að þakka öllum þátttakendum sem komu að rekstrinum að svona vel tókst til.
Alls voru 120 heiðagæsir reknar í rétt og flestar fengu stálmerki á annan fótinn en nokkrir ungar voru of litlir til að hægt væri að merkja þá.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af merkingunni og er það von Náttúrustofunnar að flestir hafi haft gagn og gaman af þessu verki.