Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

250 hreindýr á Fagradal

Þann 29. nóvember var stór hreindýrahópur norðan við Launána á Fagradal.
Teknar voru 7 myndir af dýrunum og þeim síðan raðað saman í tölvu og dýrin talin. Þau voru 250
en þar sem aðeins um 200 dýr eru talin vera í Reyðarfjarðarhjörðinni er greinilegt að um 50 dýr eru
í heimsókn, gætu t.d. verið komin úr Mjóafirði. Vegfarendur þurfa því að fara með gát um Fagradalinn
en mesta hættan á að keyra á hreindýr er einmitt í skammdeginu.

Náttúrustofan fagnar öllum upplýsingum um hreindýr og hvetur fólk til að senda inn upplýsingar –
þeir sem eru með myndavél með sér geta jafnvel myndað hópinn þó svo að það þurfi fleiri en eina
mynd og senda síðan Náttúrustofu sem raðar þeim saman og telur af þeim. Gæta þarf að því að
myndirnar séu í mestu upplausn sem vélin bíður upp á svo og að sami aðdráttur sé á þeim öllum
og að þær skarist greinilega.
Mynd með fréttinni má nálgast hér.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir