Nasi
Mikið hefur borið á törfum í kringum Egilsstaði. Til marks um það þá hafa um 40 tarfar haldið mikið til við Breiðavað og Snjóholt, 63 sáust fyrir stuttu ofan Ormsstaði, um 30 hafa sést í Egilsstaðaskógi ofan efstu byggðar og jafnvel í Selskógi, 54 voru á Ketilsstaðatúni þann 22. apríl og 87 við Ásgarð þann 6. maí. Í tveimur síðustu hópunum þekktist einn tarfurinn úr og hefur verið nefndur Nasi. Að lokum má geta þess að Eiður Gísli Guðmundsson sá fyrir stuttu tarfinn Hjört á túninu við Skála við Berufjörð en þar var hann líka fyrir ári og kom þá heimasíðufrétt um hann.