Hreindýr við Sjafnarbúð í Vopnafirði
Þann 3. febrúar voru starfsmenn Náttúrustofu Austurlands að skoða hreindýr í Vopnafirði. Við Sjafnarbúð voru um 100 hreindýr sem trítluðu inn með veginum er við komum akandi. Við fylgdum þeim eftir í rólegheitum án þess að styggja þau verulega. Allt í einu tóku þau þá ákvörðun að rjúka upp snarbratt harðfennið og sýnir meðfylgjandi myndbrot að þrjóska þeirra er mikil og að þessi dýr eru vel á sig komin. Með því að smella hér má sjá myndbandið sem tekið var af hreindýrunum.