Gæsatalning
Helgina 21. og 22. apríl 2012 stóð Náttúrustofan fyrir talningu á gæsum og álftum á láglendi Íslands í ræktuðu landi. Rúmlega 30 manns tóku þátt í talningunni sem virðist hafa tekist ágætlega. Blíðskaparveður var á vestur helmingi landsins en norðan- og austanlands var mun meiri snjór og svalara. Fimm gæsategundir og álftir koma hingað til lands á hverju ári auk þess sem fáir einstaklingar flækingsgæsa og svana fylgja með.
Einhverjar vikur munu líða þar til niðurstöður liggja fyrir. Þær verða kynntar um leið og tækifæri gefst.