Hreintarfar í bæjarheimsókn
Sagt hefur verið frá því á heimasíðu Djúpavogs að stór hópur hreintarfa geri sig heimkomna þar, bíti á fótboltavellinum og rölti um götur bæjarins. Nú bar svo við að 16 hreintarfar bæði ungir (enn hyrndir) og eldri (kollóttir) birtust á Egilsstaðanesinu á föstudaginn 14. febrúar. Ekki var að sjá að aðflugsljósin á Egilsstaðatúninu truflaði þá vitund né umferðin um nesið. Náttúrustofuna rekur ekki minni í að hafa séð hreindýr áður á þessum slóðum. Ef þeir verða þarna áfram er vissara fyrir þá sem yfir Egilsstaðanes keyra að hafa augun hjá sér ef ske kynni að þeim dytti í hug að hlaupa út yfir veginn.
.