Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Burðarkortlagning Snæfellshjarðar lokið í ár

Dagana 20. og 22. maí var leitað að hreinkúm og kálfum þeirra á burðarsvæðum Snæfellshjarðar.   Þetta er liður í vöktun hreindýrastofnsins sem Náttúrustofa Austurlands hefur unnið  fyrir Landsvirkjun frá vorinu 2005.
 Í vetur hafa snjóalög á hálendi verið óvenju mikil á Austurlandi og hefur það áhrif á dreifingu hreinkúa á burðartíma. Í venjulegu árferði bera hreinkýr í Snæfellshjörð inn til heiða, á svæðum sem liggja hátt yfir sjó. Í vor voru þessi svæði  víða  undir samfelldri snjóhellu og kýr báru meira í heiðarbrúnum og fram í dalbotnum næst Snæfellsöræfum. Að öðru leiti virðast aðstæður hafa verið hreinkúm og kálfum þeirra hagstæðar.


Hreinkýr eru oftast fremur rýrar á þessum árstíma enda fer mikið af líkamsforða þeirra í vöxt fósturs og svo í mjólkurframleiðslu eftir að kálfarnir fæðast. Meðan gelddýr og tarfar halda sig þar sem nýgræðingur er mestur halda kelfdar kýr sig í meiri hæð  þar sem gróður er lítið sem ekkert farinn af stað. Ef vorar seint geta þær horast hratt og skiptir máli að þær fari vel undirbúnar inn í veturinn og komi vel undan vetri. Svo virðist hafa verið í ár. Kýrnar líta vel út miðað við árstíma og burður var vel á veg  kominn.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir