Gríptu stafræna ferðafélagann með í för um Vatnajökulsþjóðgarðs.
Náttúrustofa Austurlands hefur nú lokið við gerð fræðsluefnis um náttúrufar og sögu á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Verkefnið ber heitið Stafrænn ferðafélagi í Vatnajökuls¬þjóðgarði- hlustaðu, sjáðu, upplifðu og var unnið með styrk frá Vinum Vatnajökuls.
Tíu fræðslumyndskeið voru útbúin þar sem náttúrufræðingar Náttúrustofu Austurlands segja frá einstökum efnisatriðum er varða náttúrufar á svæðinu: gróðurfar, hreindýr og fugla. Jóhann Guttormur Gunnarsson starfsmaður Umhverfisstofnunar segir frá hreindýra¬veiðum og Páll Pálsson frá Aðalbóli segir frá sögu og mannlífi á svæðinu, svo og framskriði Brúarjökuls árið 1890.
Verkefnið hefur fengið eigin vefsíðu . Gestir þjóðgarðsins sem eiga snjallsíma eða spjaldtölvu geta skoðað vefsíðuna á staðnum. Aðrir geta hlaðið niður hnita- og hljóðskrám af vefsíðunni og haft þær með í för um þjóðgarðinn. Stafræni ferðafélaginn er fróður um náttúrufar, sögu og menningu á svæðinu og því er mikill fengur að hafa hann með í för. Skýrslu verkefnisins er að finna undir útgefið efni.